Valur er bikarmeistari kvenna 2022 eftir leik við Breiðablik sem fór fram á Laugardalsvelli í kvöld.
Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir í fyrri hálfleik í þessum leik en Valur svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari frá Cyera Hintzen og Ásdísi Kareni Halldórsdóttur.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Vals, ræddi við RÚV eftir lokaflautið í kvöld.
,,Við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik og ætlum að ganga vel upp. Við náðum forystunni en Valsmenn koma af miklum krafti í seinni hálfleik,“ sagði Ásmundur.
,,Við erum með leikmenn sem hafa spilað lítið undanfarnar vikur og svo var orkuboltinn Karítas kominn í krampa um tíma.“
,,Það var engin breyting á planinu hjá okkur en ég held að orkustigið hafi verið þess eðlis að Valsmenn áttu meira eftir í seinni til að klára dæmið.“