Sóknarmaðurinn Antony hefur staðfest það að hann vilji yfirgefa Ajax í sumar og komast til Manchester United.
Antony hefur lengi verið á óskalista Man Utd í sumar en Ajax hefur hingað til hafnað öllum tilboðum enska liðsins og það síðasta hljóðaði upp á 90 milljónir evra.
Hollenska liðið vill alls ekki missa sinn helsta leikmann í sókninni en hann er ákveðinn í að komast burt.
Antony ræddi við blaðamanninn Fabrizio Romano og er mjög skýr með það hvað hann vill áður en glugginn lokar í lok mánaðar.
,,Ég ræddi við félagið í dag og þann vilja að yfirgefa félagið en að þessu sinni með gott tilboð á borðinu. Ajax hafði áður neitað því þeir höfðu fimm daga til að leysa mig af hólmi,“ sagði Antony sem reyndi að komast burt í byrjun árs.
,,Ég er ekki að biðja Ajax um að rifta samningnum, ég er að biðja félagið um að selja mig fyrir metupphæð fyrir leikmann í Hollandi. Ég hef reynt að koma þessu í gegn síðan í febrúar svo að félagið geti byggt upp á nýtt í friði.“