Það er búið að bjóða Manchester United að fá annan leikmann Real Madrid í sumar eftir komu Casemiro frá spænska félaginu.
The Telegraph greinir frá þessu en leikmaðurinn umtalaði er Marco Asensio sem er fáanlegur fyrir 30 milljónir evra.
Asensio er til sölu hjá Real en hann gæti reynst ódýrari kostur en Antony, leikmaður Ajax, sem Man Utd hefur elst við í allt sumar.
Asensio er á síðasta ári samningsins hjá Real og vill félagið selja frekar en að missa hann frítt næsta sumar.
Carcelo Ancelotti, stjóri Real, hefur tjáð sig um stöðu Asensio og viðurkenndi að hann væri óviss hvað framhaldið bæri í skauti sér.
Asensio er aðeins 26 ára gamall og hefur spilað sjö mínútur fyrir Real í deild á þessari leiktíð.