Þróttur Reykjavík er komið upp í Lengjudeild karla eftir 3-1 sigur á KFA í 19. umferð deildarinnar.
Þróttur er með 42 stig í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Völsungi sem tapaði 1-0 heima gegn Hetti/Huginn í dag.
Tíu stig skilja liðin að þegar þrjár umferðir eru eftir og mun Þróttur fara upp í næst efstu deild ásamt Njarðvík.
Guðmundur Axel Hilmarsson átti frábæran leik fyrir Þrótt í sigrinum og skoraði tvö mörk.
Reynir Sandgerði nánast felldi Magna með 2-0 heimasigri í dag en er enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn.
Magni er átta stigum frá öruggu sæti þar sem KFA situr en Reynismenn eru fjórum stigum frá 10. sætinu.
KFA 1 – 3 Þróttur
0-1 Zvonimir Blaic(sjálfsmark)
1-1 Abdul Mansaray
1-2 Guðmundur Axel Hilmarsson
1-3 Guðmundur Axel Hilmarsson
Völsungur 0 – 1 Höttur/Huginn
0-1 Alverto Lopez Medel
Reynir S. 2 – 0 Magni
1-0 Magnús Magnússon
2-0 Eltan Livramento Barros
Víkingur Ó. 3 – 3 KF
0-1 Cameron Botes
1-1 Mikael Hrafn Helgason
2-1 Mitchell Reece
3-1 Luis Romero Jorge
3-2 Julio Cesar Fernandes
3-3 Adrian Sanchez(sjálfsmark)