Cristiano Ronaldo var tekin fyrir af Erik ten Hag fyrir framan allt Manchester United liðið á tveggja tíma fundi liðsins í síðustu vikur. Ensk blöð segja frá.
Ten Hag kallaði leikmennina saman síðasta fimmtudag og hvatti þá til að viðra allar skoðanir sínar um liðið og leikmenn án eftirmála.
Á fundinum sagði Ten Hag þeim Ronaldo og Harry Maguire fyrirliða liðsins að þeir yrðu ekki í byrjunarliðinu gegn Liverpool á mánudag.
Ronaldo tjáði sig ekki á fundinum en ensk blöð segja að Ten Hagi hafi fengið algjört ógeð á sirkusnum í kringum Ronaldo og hvort hann fari eða ekki.
Ten Hag er sagður hafa orðið ansi reiður í síðustu viku þegar Ronaldo sagðist fljótlega ætla í viðtal til að segja sannleikann.
Samkvæmt enskum blöðum sagðist Ten Hag hafa stuðning eiganda um að breyta til hjá félaginu, ef leikmenn vildu ekki fara eftir hans plani og reglum þá yrði þeim sparkað út úr félaginu.
Ten Hag reynir að komast til botns í því hvar vandamál liðsins liggja en liðið vann fínan sigur á Liverpool á mánudag til að komast á blað í deildinni.