Real Betis er með fullt hús stiga í La Liga á Spáni eftir leik við Osasuna á heimavelli sínum í kvöld.
Betis hafði betur í þessum leik 1-0 þar sem Borja Iglesias gerði eina markið í fyrri hálfleik.
Betis er með níu stig á toppnum með markatöluna 6:1 eftir sigra á Osasuna, Mallorca og Elche.
Í hinum leik kvöldsins áttust við Girona og Celta Vigo þar sem leikið var á heimavelli þess fyrrnefnda.
Goðsögn Celta, Iago Aspas, sá um að skora eina mark leiksins til að tryggja liðinu sitt fjórða stig í sumar.
Real Betis 1 – 0 Osasuna
1-0 Borja Iglesias(’34)
Girona 0 – 1 Celta Vigo
0-1 Iago Aspas(’49)