Wilfried Zaha, besti leikmaður Crystal Palace, mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Ryan Taylor en Zaha á aðeins ár eftir af samningi sínum þar sem hann þénar 130 þúsund pund á viku.
Zaha hefur lengi skoðað þann möguleika að kveðja Palace en ekkert félag hefur ákveðið að taka hann hingað til.
Zaha er ekki til sölu hjá Palace í sumar og verður ekki seldur nema eitthvað mikið breytist fyrir lok gluggans.
Um er að ræða 29 ára gamlan leikmann sem hefur verið orðaður við bæði Chelsea og Arsenal í sumar.
Það er talið að Zaha muni klára samninginn sinn hjá Palace og skoða svo aðra möguleika þegar tímabilinu lýkur.