Framherjinn Neal Maupay er kominn til Everton en hann gengur í raðir liðsins frá Brighton.
Um er að ræða 26 ára gamlan nokkuð öflugan sóknarmann sem lék yfir 100 leiki fyrir Brighton í efstu deild.
Tækifærin hafa þó verið engin í vetur en Danny Welbeck er orðinn framherji númer eitt hjá Brighton.
Everton nýtti sér það og samdi við Frakkann sem átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.
Maupay hefur leikið á Englandi frá 2017 en hann var fyrir tímann hjá Brighton á mála hjá Brentford.