Milos Milojevic hefur verið ráðinn þjálfari Rauðu stjörnunnar í heimalandi sínu Serbíu.
Þessi fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks var rekinn frá Malmö í Svíþjóð á dögunum.
Milos var hins vegar ekki lengi án starfs og hefur nú landað stærsta starfinu í Serbíu.
Milos var áður aðstoðarþjálfari liðsins en hann fór svo og starfaði í Svíþjóð en snýr nú aftur heim.
Dejan Stanković var í starfinu en sagði starfi sínu lausu og það opnaði dyrnar fyrir Milos.
Milos Milojevic klar som tränare för Röda Stjärnan https://t.co/2rCqeFklsK
— Sportbladet (@sportbladet) August 26, 2022