Anthony Martial framherji Manchester United er aftur á meiðslalistanum og getur ekki leikið gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Martial kom inn sem varamaður í sigri liðsins á Liverpool eftir meiðsli en meiðslin hafa tekið sig upp á nýjan leik.
„Þið sjáið á morgun hvort það verði breytingar, ég ræði það við liðið. Martial er aftur meiddur,“ sagði Ten Hag.
Hins vegar er Casemiro klár í slaginn og telja ensk blöð að hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Scott McTominay.
Svona spá ensku blöðin því að Ten Hag stilli upp á morgun.