Neal Maupay er við það að ganga í raðir Everton. Sky Sports segir frá.
Þessi 26 ára gamli Frakki kemur frá Brighton, þar sem hann hefur verið síðan 2019.
Maupay er nú í læknisskoðun hjá Everton og mun ganga í raðir félagsins í kjölfarið. Frank Lampard, stjóri Everton, er bjartsýnn á að sóknarmaðurinn geti verið með liðinu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Félagaskiptamál Everton hafa verið í fréttunum undanfarið. Anthony Gordon er sterklega orðaður við Chelsea.
Þessi 21 árs gamli kantmaður gæti farið til Lundúnafélagsins á allt að 60 milljónir punda.