Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur ítrekað orð sín um að lið hans hafði í raun átt að vinna Manchester United á mánudag.
Liverpool tapaði gegn United á mánudag en Klopp telur að lið hans hafi í raun gert allt rétt til að vinna grannaslaginn.
„Við virðum United úrslitin, við fengum færi en þeir komu í veg fyrir þetta með því að gefa allt sem þeir áttu í þetta. Við gerðum það ekki og við verðum að bæta því við leik okkar,“ sagði Klopp.
🗣 "We should have won this game."
Jurgen Klopp felt Liverpool put themselves in a good position to beat Manchester United pic.twitter.com/3xyk7zYb5c
— Football Daily (@footballdaily) August 26, 2022
„Við verðum að berjast og koma til baka. Ég veit hvernig þetta hljómar en við áttum að vinna leikinn ef við hefðum gert litlu hlutina betur.“
„Liðið sem við stilltum upp var alveg nógu gott til að vinna erfiðan leik. Leikmenn berjast í gegnum þetta og sækja betri úrslit.“