Lazio vann gríðarlega sterkan sigur í Serie A á Ítalíu í kvöld er liðið mætti öðru stórliði í Inter Milan.
Lazio spilaði þennan leik á heimavelli en bæði lið voru taplaus eftir tvær umferðir fyrir viðureignina.
Heimamenn höfðu betur að þessu sinni 3-1 þar sem reynsluboltinn Pedro var á meðal markaskorara Lazio.
Luis Alberto og Felipe Anderson komust einnig á blað en Lautaro Martrinez gerði mark Inter.
Nýliðar Monza töpuðu þá sínum leik á heimavelli er liðið mætti Udinese og lá 2-1.
Lazio 3 – 1 Inter
1-0 Felipe Anderson(’41)
1-1 Lautaro Martinez(’51)
2-1 Luis Alberto(’75)
3-1 Pedro (’86)
Monza 1 – 2 Udinese
1-0 Andrea Colpani(’32)
1-1 Beto(’36)
1-2 Destiny Udogie(’77)