Knattspyrnukappinn Hólmar Örn Eyjólfsson og lögfræðingurinn Jóna Vestfjörð Hannesdóttir hafa sett hús sitt í Garðabæ á sölu.
Hólmar flutti heim til Íslands á þessu ári eftir vel heppnaða dvöl í atvinnumennsku um langt skeið en Jóna starfar sem lögfræðingur hér á landi og hafði flutt heim til Íslands á undan Hólmari.
Hólmar leikur með Val í Bestu deildinni en hann ákvað á síðasta ári að hætta að gefa kost á sér í íslenska landsliðið.
Húsið sem Hólmar og Jóna selja nú er í Birkiás í Garðabæ og er 161,1 m raðhús. Vill parið fá 135 milljónir fyrir eignina sem öll hin glæsilegasta.
„Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, sem búið er að breyta og innrétta sem rúmgott baðherbergi og fataherbergi/skrifstofu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum,“ segir á fasteignavef Vísis.