Pep Guardiola stjóri Manchester City færði stuðningsmönnum gleðifréttir þennan föstudaginn. Bernardo Silva fer ekki fet í sumar en þráðlátar sögusagnir hafa verið í gangi.
Barcelona hefur haft mikinn áhuga á Bernardo en félaginu hefur ekki tekist að selja Frenkie de Jong til að fjármagna kaupin.
Bernardo sjálfur hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á því að fara til Katalóníu. „Bernardo verður áfram, það eru engar viðræður,“ sagði Guardiola í dag.
„Við höfum ekki fengið símtal frá neinu félagi vegna hans.“
Bernardo er ansi mikilvægur í liði Guardiola og hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Pep Guardiola announces Bernardo Silva won’t leave City despite Barça interest: “Bernardo Silva will stay at Man City, there are no negotiations”. 🚨🔵 #MCFC
“We don’t have any phone call from any club regarding Bernardo Silva”. pic.twitter.com/uogaJDEbs2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2022