Það verður mikið um dýrðir í Árbæ klukkan 14:00 á morgun þegar Fylkir tekur á móti Gróttu í Lengjudeild karla.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Hringbraut og það í opinni dagskrá. Um er að ræða leik í 19 umferð.
Fylkir tryggir sér sæti í Bestu deildinni með jafntefli en Kjartan Kári Halldórsson, besti leikmaður Gróttu er í banni.
Útsending hefst á Hringbraut skömmu fyrir leik en það er Aron Guðmundsson blaðamaður á Fréttablaðinu sem mun lýsa leiknum.