Samkvæmt Futbol Total á Spáni hefur Liverpool lagt fram formlegt tilboð í Frenkie de Jong miðjumann Barcelona. Forbes og fleiri miðlar vitna til þess.
Enginn af áreiðanlegustu fjölmiðlum heims hefur þó haldið þessu fram en vitað er að Barcelona vill selja De Jong.
De Jong hefur í allt sumar verið orðaður við Manchester United en hefur ekki viljað skrifa undir.
Stærsta ástæða þess er að Barcelona skuldar honum um 17 milljónir punda. Spænska félagið krefst þess að De Jong lækki laun sín eða fari.
Samkvæmt fréttum hefur Liverpool boðið 53 milljónir punda í De Jong með bónusum ofan á það svo. Félagið glímir við mikið af meiðslum á miðsvæðinu.
🚨 Info: Confirmando la noticia de @TalkOfTheKop_, el Liverpool habría realizado una oferta de 53 M£ + 7 M£ en variables (aproximadamente 71 M€ en total) al FC Barcelona por Frenkie De Jong. #LFC #FCBLive 🇳🇱 pic.twitter.com/pl36sCjDTK
— Fútbol Total (@FutbolTotalCF) August 24, 2022