Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, er ekkert smá hrifinn af bakverðinum Tyrell Malacia sem spilar með liðinu í dag.
Ferdinand var öflugur varnarmaður Man Utd á sínum tíma en hann hreifst verulega af Malacia í leik gegn Liverpool í síðustu umferð.
Ferdinand ræddi leikmanninn á YouTube rás sinni Vibe with Five og segir hann minna sig á Patrice Evra.
Evra er einn allra besti bakvörður í sögu ensku úrvalsdleildarinnar og eru þetta því ansi stór orð. Hann lék einnig með Man Utd upp á sitt besta.
,,Malacia var ótrúlegur, stórkostlegur. Hann minnir mig á Patrice Evra á marga vegu. Hann er íþróttamaður lítur út fyrir að vera sterkur strákur,“ sagði Ferdinand.
,,Það eru ekki margir vinstri bakverði á síðustu fjórum eða fimm árum sem hafa náð að stöðva Mohamed Salah. Luke shaw þarf að gera eitthvað til að komast aftur í liðið núna.“