Ægir mátti í raun ekki við því að tapa sínum leik í 2. deild karla í kvöld er liðið spilaði við Njarðvík.
Ægir gerði lengi atlögu að því að komast upp í Lengjudeildina að ári en gengi liðsins undanfarið hefur verið slæmt.
Liðið tapaði 3-1 gegn Njarðvík í kvöld og hefur spilað sex leiki án þess að sigra.
Ægir situr í fjórða sæti deildarinnar og er með 30 stig, níu stigum á eftir Þrótt í öðru sæti. Njarðvík er búið að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni.
Það eru fjórar umferðir eftir svo þarf Ægir á kraftaverki að halda ætli liðið sér að ná Þrótturum.
Í hinum leik kvöldsins mættust ÍR og Haukar þar sem það síðarnefnda hafði betur, 2-0 á útivelli.
Ægir 1 – 3 Njarðvík
1-0 Anton Breki Viktorsson
1-1 Arnar Helgi Magnússon
1-2 Einar Orri Einarsson
1-3 Oumar Diouck
Haukar 0 – 2 ÍR
0-1 Markaskorara vantar
0-2 Markaskorara vantar