West Ham er komið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik við danska félagið Viborg á útivelli í kvöld.
West Ham vann fyrri leik sinn 3-1 gegn Viborg í London og var ekki í vandræðum í þeim síðari.
West Ham vann leik kvöldsins 3-0 á útivelli og því samanlagt 6-1. Gianluca Scamacca var á meðal markaskorara en hann kom til félagsins í sumar.
Íslendingalið Viking er úr leik eftir tap gegn FCSB frá Rúmeníu á sama tíma. Viking vann fyrri leikinn 2-1 í Rúmeníu.
Þeir rúmensku unnu 3-1 útisigur í kvöld þar sem þriðja mark liðsins var skorað úr vítaspyrnu á 94. mínútu sem tryggði farseðilinn í riðlakeppnina.
Patrik Gunnarsson varði mark Viking í kvöld og byrjaði Samúel Kári Friðjónsson í tapinu.
Í Evrópudeildinni er Stefán Teitur Þórðarson úr leik með Silkeborg eftir 1-1 jafntefli við HJK frá Finnlandi.
HJK vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og fer áfram á kostnað danska liðsins.
Viborg 0 – 3 West Ham
0-1 Gianluca Scamacca (’22)
0-2 Said Benrahma (’51)
0-3 Tomas Soucek (’63)
Viking 1 – 3 FCSB
0-1 Malcolm Edjouma (‘2)
1-1 Zlatko Tripic (’26, víti)
1-2 Andrei Cordea (’54)
1-3 Risto Radunovic (’90, víti)
Silkeborg 1 – 1 HJK
0-1 Malik Abubakari (’40)
1-1 Joel Felix (’74)