Íslendingalið FC Kaupmannahafnar mun spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. Dregið verður í riðla síðar í dag.
Þetta varð staðfest í gær eftir leik liðsins við Trabzonspor sem lauk með markalausu jafntefli í Tyrklandi.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson byrjuðu á bekk FCK í gær sem vann fyrri leikinn 2-1. Hákon kom við sögu þegar lítið var eftir.
Að leik loknum voru það svo íslensku strákarnir Ísak og Hákon sem tóku sig til og þrifu klefann hjá danska liðinu. Ísak sá um að týna upp flöskur á meðan Hákon var á sköfunni og sá til þess að allt rusl yrði tekið upp af gólfinu.
Framkoma íslensku drengjanna vekur mikla athygli víða um heim og í færslu FCK segir að þeir séu vel uppaldir. Fá drengirnir mikið lof frá dönsku þjóðinni.
Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv
— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022