Deloitte segir að félögin í ensku úrvalsdeildinni hafi sett met í eyðslu í sumar en félögin hafa eytt 1,5 milljarði punda í leikmenn.
Sjö dagar eru eftir af félagaskiptaglugganum og verður eyðslan talsvert meiri þegar allt kemur til alls.
Gamla metið var frá árinu 2017 þegar félögin í deildinni eyddu 1,43 milljörðum punda í leikmenn.
135 leikmenn hafa komið til félaga í ensku úrvalsdeildinni í sumar en í heildina voru þeir 148 í fyrra.
Dýrustu kaupin samkvæmt Deloitte í sumar eru kaup Liverpool á Darwin Nunez frá Benfica fyrir 85,5 milljónir punda.
66 prósent ef félagaskiptum sumarsins hafa innihaldið kaupverð og fjórtán leikmenn hafa kostað meira en 30 milljónir punda.