Barcelona og Manchester City mættust í góðgerðaleik í gær til styrktar rannsókna á ALS-sjúkdómnum.
Leiknum lauk 3-3. Pierre-Emerick Aubameyang, Frenkie de Jong og Memphis Depay gerðu mörk Barcelona.
Julian Alvarez, Cole Palmer og Riyad Mahrez skoruðu fyrir City.
Mahrez skoraði úr vítaspyrnu sem Erling Braut Haaland fiskaði. Það átti hins vegar aldrei að vera víti. Norðmaðurinn lét sig falla til jarðar án snertingar.
Samt sem áður dæmdi dómarinn víti. Atvikið má sjá hér að neðan.
Haaland’s dive 💀💀💀 pic.twitter.com/9g9qhE8MeJ
— Ziad is NOT in pain (@Ziad_EJ) August 24, 2022