Dele Alli er mættur til Tyrklands, þar sem hann er að ganga í raðir Besiktas.
Englendingurinn mætti til Istanbúl í morgun, þar sem hann fékk frábærar móttökur. Myndband af því má sjá hér neðar.
Alli kemur til Besiktas frá Everton, þar sem hann hefur ekki náð sér á strik.
Það er aðeins um hálft ár síðan Alli fór frá Tottenham til Everton, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður ætlaði að koma ferli sínum á flug. Það gekk hins vegar ekki.
Alli þótti á sínum tíma mikið efni en stóð aldrei undir væntingum.
Hann á að baki 37 A-landsleiki fyrir hönd Englands, þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.
…and here Besiktas fans giving warm welcome to Dele Alli 🔥🇹🇷 #Besiktas
Dele will undergo medical tests as new Besiktas player on Thursday. pic.twitter.com/h0lY40UyD8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2022