Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu Héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn þeim Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Arons Einars, staðfesti þetta nú rétt í þessu í samtali við Fréttablaðið.
Kona lagði fram kæru síðasta haust á hendur Aroni og Eggerti og sakaði þá Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.
Héraðssaksóknari felldi niður málið í maímánuði en sá úrskurður var kærður. Tók ríkissaksóknari þá málið fyrir og er niðurstaðan sú að málið hefur verið fellt niður.
Aron leikur með Al-Arabi í Katar. Hann á að baki 97 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og var um árabil fyrirliði liðsins, meðal annars á þeim tveimur stórmótum sem liðið hefur komist á árið 2016 og 2018.
Eggert Gunnþór Jónsson leikmaður FH hér heima og á að baki 21 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann lék síðast með landsliðinu árið 2019 er Ísland gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Svíþjóð.