fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Ríkis­sak­sóknari staðfestir niðurfellingu á máli Arons Einars og Eggerts

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 15:04

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkis­sak­sóknari hefur stað­fest niður­fellingu Héraðs­sak­sóknara á kyn­ferðis­brota­máli sem höfðað var gegn þeim Aroni Einari Gunnars­syni og Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Arons Einars, staðfesti þetta nú rétt í þessu í samtali við Fréttablaðið.

Kona lagði fram kæru síðasta haust á hendur Aroni og Eggerti og sakaði þá Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaup­manna­höfn árið 2010.

Héraðs­sak­sóknari felldi niður málið í maí­mánuði en sá úr­skurður var kærður. Tók ríkis­sak­sóknari þá málið fyrir og er niður­staðan sú að málið hefur  verið fellt niður.

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH

Aron leikur með Al-Arabi í Katar. Hann á að baki 97 A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd og var um ára­bil fyrir­liði liðsins, meðal annars á þeim tveimur stór­mótum sem liðið hefur komist á árið 2016 og 2018.

Eggert Gunn­þór Jóns­son leik­maður FH hér heima og á að baki 21 A-lands­leik fyrir Ís­lands hönd. Hann lék síðast með lands­liðinu árið 2019 er Ís­land gerði 2-2 jafn­tefli á úti­velli gegn Sví­þjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals