Adnan Januzaj gæti óvænt snúið aftur í ensku úrvalsdeildina á næstunni. AS segir frá.
Januzaj skaust fram á stjörnusviðið með Manchester United tímabilið 2013/2014. Hann lék síðast með Real Sociedad á Spáni en er nú samningslaus.
Frank Lampard, stjóri Everton, hefur áhuga á að fá leikmanninn til að fylla skarð Anthony Gordon, ef hann hann.
Hinn 21 árs gamli Gordon hefur verið sterklega orðaður við Chelsea. Kantmaðurinn gæti farið á Stamford Bridge fyrir um 60 milljónir punda. Þá vill Lampard fá Januzaj, sem er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni í hans stað.
Hinn 27 ára gamli Januzaj hefur þó einnig verið orðaður við Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum.
Januzaj kom að ellefu mörkum fyrir United í 63 leikjum á sínum tíma. Hjá Sociedad skoraði hann 23 mörk og lagði upp 21 í 168 leikjum.
Hann á að baki fimmtán A-landsleiki fyrir hönd Belgíu.