Framherjinn Brian Brobbey hefur staðfest það að hann hafi hafnað því að ganga í raðir Manchester United í sumar.
Brobbey var í láni hjá Ajax á síðustu leiktíð og lék þar undir stjórn Erik ten Hag sem er í dag hjá enska stírliðinu.
Ten Hag var í sambandi við Brobbey fyrr í sumar en hann var á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.
Ajax vildi fá þennan 20 ára gamla leikmann aftur í sínar raðir og valdi hann þann möguleika frekar en að halda til Manchester.
,,Ég vildi klárlega koma aftur til Ajax. Erik vildi einnig vinna með mér aftur, hann sendi mér skilaboð og spurði hvort ég væri opinn fyrir því,“ sagði Brobbey.
,,Ég þakkaði honum fyrir en sagðist vilja fara aftur til Ajax, vinir mínir eru þar. Verkefnið þar er ekki klárað.“