fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Fékk símtal frá Ten Hag sem reyndi að fá hann – Afþakkaði og fór til Hollands

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 19:27

Brian Brobbey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Brian Brobbey hefur staðfest það að hann hafi hafnað því að ganga í raðir Manchester United í sumar.

Brobbey var í láni hjá Ajax á síðustu leiktíð og lék þar undir stjórn Erik ten Hag sem er í dag hjá enska stírliðinu.

Ten Hag var í sambandi við Brobbey fyrr í sumar en hann var á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.

Ajax vildi fá þennan 20 ára gamla leikmann aftur í sínar raðir og valdi hann þann möguleika frekar en að halda til Manchester.

,,Ég vildi klárlega koma aftur til Ajax. Erik vildi einnig vinna með mér aftur, hann sendi mér skilaboð og spurði hvort ég væri opinn fyrir því,“ sagði Brobbey.

,,Ég þakkaði honum fyrir en sagðist vilja fara aftur til Ajax, vinir mínir eru þar. Verkefnið þar er ekki klárað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals