Tímabilið hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fer ekki vel af stað en liðið er með tvö stig af níu mögulegum eftir þrjár umferðir.
Liðið byrjaði á að gera jafntefli við Fulham og Crystal Palace áður en liðið tapaði fyrir Manchester United á mánudag.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool leitar lausna í erfiðri stöðu en tíu leikmenn eru fjarverandi úr aðalliði félagsins. Níu eru meiddir og Darwin Nunez er í banni.
🤕 Liverpool's current list of absences
◎ Thiago
◎ Jota
◎ Matip
◎ Jones
◎ Keita
◎ Oxlade-Chamberlain
◎ Konate
◎ Kelleher
◎ Ramsay
◎ Nunez – 𝙎𝙪𝙨𝙥𝙚𝙣𝙙𝙚𝙙 pic.twitter.com/wgXf35BXdm— Football Daily (@footballdaily) August 25, 2022
Liverpool saknar Thiago, Diogo Jota, Joel Matip, Ibrahima Konate og Darwin Nunez sem allir eru í stóru hlutverki hjá Klopp. Aðrir leikmenn væru svo mikilvægir í breiddina.
Líklegt er að endurkoma þessara leikmanna muni breyta landslaginu á Anfield
Þessir eru fjarverandi:
Thiago
Diogo Jota
Joel Matip
Curtis Jones
Naby Keita
Alex Oxlade-Chamberlain
Ibrahima Konate
Caoimhín Odhrán Kelleher
Calvin Ramsay
Darwin Nunez – Leikbann