Casemiro er mættur til Manchester United og fór í sitt fyrsta viðtal við heimasíðu félagsins í dag, hann talar þó ekki neina ensku.
Casemiro kemur til Manchester United frá Real Madrid þar sem hann átti mögnuð ár en þessi þrítugi miðjumaður hefur verið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi síðustu ár.
„Eiginkona mína talar ensku, ég á sjö og níu ára krakka sem tala betri ensku en ég,“ segir Casemiro.
„Mér þykir það miður að segja stuðningsmönnum United það að ég tala enga ensku. Ég vil læra hana, ég vil læra hana fljótt.“
„Ég vil læra um enska menningu og hefðir, til að geta talað við liðsfélaga mína og vini. Ég ætla að vera einn af þeim.“