Spænska stórliðið hefur beðið marga leikmenn aðalliðs félagsins um að taka á sig launalækkun. Það er Goal á Spáni sem fullyrðir þessar fréttir.
Það eru margar stjörnur á mála hjá Atletico og er launareikningur liðsins í hverri viku og mánuði mjög hár.
Atletico er í töluverðum fjárhagsvandræðum þessa stundina og hefur beðið þá Thomas Lemar, Antoine Griezmann, Jan Oblak, Koke og Joao Felix um að taka á sig launalækkun.
Samkvæmt Goal gengu margar viðræður vel fyrir sig en Oblak og Lemar hafa báðir samþykkt lækkunina.
Lemar og Oblak munu skrifa undir nýja samninga til ársins 2027 og 2028 og taka á sig 40 prósent launalækkun.
Líklegt er að restin af leikmönnunum geri það sama en það mun koma í ljós á næstu vikum.