Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en franska stórveldið kaupir hana frá Brann í Noregi.
„Að verða leikmaður hjá þessu risastóra félagi sem er Paris Saint-Germain er ótrúleg tilfinning. Þetta hefur alltaf verið draumur minn, svo ég er mjög ánægð með að vera hérna,“ sagði Berglind
Berglind Björg hefur áður leikið í Frakklandi, með Le Havre. Hún hefur einnig spilað með Hammarby, AC Milan, PSV og Verona í atvinnumennsku.
„Ég er markaskorari. Mér finnst gaman að fá boltann í lappirnar og líka að hlaupa til að hjálpa liðinu. Ég held að ég sé frekar líkamlega sterkur leikmaður, sem finnst gaman að vera í boxinu og valda usla.“
„Ég þekki leikmennina ekki persónulega en ég get ekki beðið eftir því að kynnast þeim.“
PSG endaði í öðru sæti í frönsku deildinni í fyrra en félagið er stórhuga í deildinni en einnig í Meistaradeildinni.
„Ég kem til klúbbs sem er vanur að vinna titla. Það er það sem ég var að leita að. Ég hlakka líka til að vera á vellinum og sjá alla í stúkunni. Ég get ekki beðið eftir að fara af stað.“