Gerard Romero sparkspekingur í málefnum Barcelona segir að framherjinn Pierre Emerick Aubameyang nálgist endurkomu til Chelsea.
Romero birti mynd af Aubameyang á flugvellinum í Barcelona í dag en óvíst er hvert hann er að fara. Chelsea reynir að kaupa hann.
Aubameyang kom frítt til Barcelona í janúar en félaginu sárvantar að losa fjármuni til að geta skráð Jules Kounde til leiks.
Aubameyang er efstur á óskalista Thomas Tuchel stjóra Chelsea sem sárvantar sóknarmann í sínar herbúðir.
Aubameyang og Tuchel áttu gott samstarf hjá Dortmund, framherjinn frá Gabon hafði búið í London í nokkur ár þar sem hann lék með Arsenal.
Aubameyang kom við sögu í æfingaleik gegn Manchester City í gær og veifaði þar stuðningsmönnum Barcelona eins og hann væri að kveðja þá.