Antony sóknarmaður Ajax er vongóður um að ganga í raðir Manchester United en kaupverðið gæti endað í 80 milljónum punda.
Antony hefur verið ofarlega á óskalista Erik ten Hag í sumar en þeir áttu gott samstarf hjá Ajax.
Ajax á von á því að fá 76 milljóna punda tilboð frá United í dag auk bónusa og er talið líklegt að slíkt tilboð verði samþykkt.
Antony er byrjaður að skoða hús í úthverfum Manchester þar sem hann ætlar sér að búa ef allt gengur eftir.
Ajax er byrjað að undirbúa brotthvarf hans með því að funda með Hakim Ziyech kantmanni Chelsea, hann lék áður með hollenska félaginu.