fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Vilja sjá betri hegðun í garð dómara og skipa nefnd

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 17:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSí fundaði á dögunum en fundargerðin hefur nú verið birt opinberlega á vef Knattspyrnusambandsins.

Umræða um dómara og þeirra störf fer oft í fréttir og þá sérstaklega þegar hegðun í garð þeirra þykir ósæmileg.

Slík atvik hafa komið upp á síðustu vikum og voru málefni dómara sérstaklega rædd á síðasta fundi stjórnar.

„Halldór Breiðfjörð formaður dómaranefndar ræddi um dómaramál en það er jákvætt að íslenskir dómarar eru að fá krefjandi verkefni erlendis. Rætt um hegðun gagnvart dómurum. Stjórn samþykkti að fela dómaranefnd að skoða til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að styðja við jákvæða hegðun gagnvart dómurum,“ segir í fundargerð KSÍ.

Sambandið ætlar því að grípa til aðgerða tli þess að stuðla að því að hegðun knattspyrnufólks og stuðningsmanna í garð dómara batni.

Þessir aðilar sátu fundinn:

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson (á teams), Orri V. Hlöðversson (tók sæti á fundinum kl. 16:20), Pálmi Haraldsson, Torfi Rafn Halldórsson og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Kolbeinn Kristinsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals