Frenkie De Jong mun ekki ganga í raðir Manchester United í sumar. Frá þessu segir The Athletic um málið í dag.
United hefur í allt sumar verið á eftir De Jong en nú virðist félagið hafa gefist upp í tilraunum sínum.
United hefur gengið frá kaupum á Casemiro frá Real Madrid en De Jong hefur ekki viljað fara frá Barcelona.
De Jong á mikla fjármuni inni hjá Barcelona og er það ein af ástæðum þess að hann vill ekki fara.
The Athletic segir að United horfi nú fyrst og síðast til þess að styrkja sóknarleik sinn.