Liverpool hefur farið afar illa af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Liðið er aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki. Eftir jafntefli gegn Fulham og Crystal Palace í fyrstu leikjum tímabilsins tapaði Liverpool gegn Manchester United í síðustu umferð, 2-1.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er á sínu sjöunda tímabilið með liðið. Hann hefur náð stórkostlegum árangri á Anfield og unnið allt sem hægt er að vinna.
Áður en Klopp fór til Liverpool var hann á mála hjá Dortmund í Þýskalandi. Þar náði hann góðum árangri en á sínu sjöunda tímabili fór gengið að súrna. Dortmund hafnaði óvænt í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar það tímabil. Klopp fór í kjölfarið.
Þar sem Klopp er á sínu sjöunda tímabili með Liverpool núna hræðast stuðningsmenn félagsins þessa staðreynd.
Það er þó aðeins þremur leikjum lokið og spurning hvort lærisveinum Klopp takist ekki að rífa sig upp úr krísunni.