Wesley Fofana skrópaði á æfingu Leicester í síðustu viku og þarf sökum þess að æfa með varaliði félagsins.
Fofana vill ólmur komast til Chelsea en Leicester hefur hafnað tveimur tilboðum frá Chelsea í kappann.
Fofana lék ekki með Leicester í síðustu tveimur leikjum vegna málsins. „Það kom annað tilboð sem var hafnað,“ sagði Brendan Rodgers stjóri Leicester.
Rodgers sagði Fofana hafa skrópað á æfingu liðsins í síðustu viku og yrði í varaliðinu á meðan málið er til skoðunar.
Leicester fer fram á rúmar 80 milljónir punda fyrir Fofana en hingað til hefur Chelsea ekki viljað borga þá upphæð.