Manchester United fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld og sínum fyrsta undir stjórn Erik ten Hag. Man Utd byrjaði tímabilið mjög illa á töpum gegn Brighton og Brentford og var Liverpool andstæðingur í þriðju umferð.
Það voru um fimm ár síðan Man Utd vann síðast Liverpool í þessari keppni og varð breyting á því í fyrradag. Jadon Sancho skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld fyrir Man Utd þegar 16 mínútur voru komnar á klukkuna.
Marcus Rashford bætti við öðru marki fyrir heimamenn snemma í seinni hálfleik, hans fyrsta mark í átta mánuði. Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar níu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og lokatölur, 2-1.
Undir lok leiksins fór United að tefja leikinn og það náðist á myndband þegar Anthony Marital framherji United bað boltastrákinn um að tefja leikinn.
Atvikið má sjá hér að neðan.
WOWZERS make love to me @anthonymartial pic.twitter.com/GXmjyopTFH
— ¹⁰ (@aaIiyaan) August 23, 2022