Yago Cariello Ribeiro, framherji Portimonense í Brasilíu hefur verið sektaður um 17 pund fyrir virkilega óviðeigandi fagn eftir sigurmark hans gegn Vitora á dögunum.
Eftir að Ribeiro skoraði tók hann upp hornfána og þóttist skjóta stuðningsmenn Vitoria. Þetta var afar óvinsælt og fékk hann gult spjald fyrir athæfið.
Leikmenn Vitoria trylltust yfir þessu og voru hópslagsmál nálægt því að brjótast út. Fyrirliði Vitoria kom þó í veg fyrir það.
Sem fyrr segir fær Ribeiro litla sekt. Þá mun Vitoria einnig vera refsað fyrir hegðun sinna leikmanna.