Ensk blöð telja að allt að níu leikmenn séu til sölu hjá Manchester United nú þegar félagaskiptaglugginn fer að loka. The Sun tekur saman.
Eric Bailly er að ganga í raðir Marseille á láni en franska félagið þarf að kaupa varnarmanninn eftir ár ef ákveðnar kröfur ganga upp.
Fleiri leikmenn eru til sölu en óvíst er hvernig málin þróast nú þegar aðeins vika er í að glugginn loki.
Erik ten Hag og lærisveinar hans unnu fyrsta sigur sinn á tímabilinu gegn Liverpool á mánudag en ensk blöð telja að níu leikmenn séu til sölu.
Þó er útilokað að allir af þeim fari en þarna má finna tvö af stærstu nöfnunum í leikmannahópi United í dag.
Níu leikmenn sem gætu farið:
Cristiano Ronaldo
Harry Maguire
Luke Shaw
Aaron Wan-Bissaka
Victor Lindelof
Donny van de Beek
Eric Bailly
James Garner
Brandon Williams