Alexander Isak framherji Real Sociedad er á barmi þess að ganga í raðir Newcastle. David Ornstein hjá The Athletic segir frá.
Isak er 22 ára gamall sænskur framherji en fjöldi stórliða hefur fylgst með framgöngu hans á Spáni.
Samkomulag er í höfn á milli Sociedad og Newcastle en hann verður dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Joelinton kostaði Newcastle 40 milljónir punda þegar hann kom frá Hoffenheim en ljóst er að Isak mun kosta meira.
Isak er ætlað að keppa við Callum Wilson um stöðu framherja en hann skoraði aðeins sex mörk á síðustu leiktið. Tímabilið á undan hafði hann hins vegar raðað inn mörkum.