Roma er að næla sér í framherjann reynslumikla Andrea Belotti. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Hinn 28 ára gamli Belotti var um árabil hjá Torino og var oft orðaður við stórlið í Evrópu á þeim tíma.
Samningur hans við Torino rann út fyrr í sumar og kemur hann á frjálsri sölu til Roma.
Roma hefur verið duglegt að styrkja sig á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Leikmenn á borð við Gini Wijnaldum og Paulo Dybala hafa komið inn um dyrnar.
Jose Mourinho er við stjórnvölinn hjá Roma. Liðið er ríkjandi Sambandsdeildarmeistari og tekur þátt í Evrópudeildinni á leiktíðinni sem var að hefjast.