Varnarmaðurinn Eric Bailly er farinn frá Manchester United í bili og er haldinn til Frakklands.
Þetta staðfesti enska félagið í kvöld en Bailly hefur gert lánssamning við Marseille út tímabilið.
Bailly er 28 ára gamall miðvörður sem kom til Man Utd frá Villarreal fyrir sex árum síðan.
Hann hefur í raun aldrei staðist væntingar á Old Trafford og átti oft erfitt með að vinna sér inn fast byrjunarliðssæti.
Marseille er eitt besta lið Frakklands en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.