Stjörnuleikarinn Ryan Reynolds er eigandi velska félagsins Wrexham, sem spilar í enska deildakerfinu. Liðið er þar í E-deild. Hann keypti félagið ásamt félaga sínum úr Hollywood, Rob McElhenney.
Reynolds segir að eiginkona hans, Blake Lively, sé jafnvel ástríðufyllri fyrir nýja verkefni Reynolds en hann sjálfur.
„Hún er uppteknari að Wrexham en ég,“ segir Reynolds.
Reynolds og Lively gengu í það heilaga fyrir áratug síðan. Hún ræðir nýja verkefni eiginmannsins mikið.
„Við lágum í rúminu eitt sinn og hún sagði „ég er jafn upptekin ef ekki uppteknari en þú að þessu félagi, samfélaginu og þessum bæ,“ segir leikarinn.
Wrexham leikur í ensku E-deildinni. Það er efsta utandeildin á Englandi. Er hún einu þrepi neðar en neðsta atvinnumannadeildin á Englandi.