fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Chelsea og United ekki í viðræðum um Maguire

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 12:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire verður áfram hjá Manchester United og mun berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu.

Fyrirliðinn var orðaður við Chelsea á dögunum. Var sagt frá því að félagið íhugaði að fá hann ef því skildi ekki takast að kaupa Wesley Fofana frá Leicester.

Það er hins vegar ekki svo. Maguire fer ekki til Chelsea.

Miðvörðurinn var bekkjaður í 2-1 sigri United gegn Liverpool á mánudag. Hann hafði spilað í 1-2 tapi gegn Brighton og 4-0 tapi gegn Brentford.

Maguire hefur fengið mikla gagnrýni í treyju Man Utd, þá sérstaklega á síðustu leiktíð.

Enski landsliðsmiðvörðurinn var keyptur á Old Trafford frá Leicester árið 2019 fyrir 80 milljónir punda. Miklar væntingar voru því bundnar við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals