Harry Maguire verður áfram hjá Manchester United og mun berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu.
Fyrirliðinn var orðaður við Chelsea á dögunum. Var sagt frá því að félagið íhugaði að fá hann ef því skildi ekki takast að kaupa Wesley Fofana frá Leicester.
Það er hins vegar ekki svo. Maguire fer ekki til Chelsea.
Miðvörðurinn var bekkjaður í 2-1 sigri United gegn Liverpool á mánudag. Hann hafði spilað í 1-2 tapi gegn Brighton og 4-0 tapi gegn Brentford.
Maguire hefur fengið mikla gagnrýni í treyju Man Utd, þá sérstaklega á síðustu leiktíð.
Enski landsliðsmiðvörðurinn var keyptur á Old Trafford frá Leicester árið 2019 fyrir 80 milljónir punda. Miklar væntingar voru því bundnar við hann.
No negotiations ongoing between Manchester United and Chelsea for Harry Maguire. He's expected to stay at Man United and fight for his place, no different plans on clubs side too. 🔴 #MUFC
Chelsea position, always the same: they want Wesley Fofana. #CFC pic.twitter.com/9B8Rj7rx0V
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2022