Eric Bailly, miðvörður Manchester United, er að ganga í raðir Marseille í Frakklandi. Fabrizio Romano og fleiri segja frá.
Hinn 28 ára gamli Bailly hefur verið á mála hjá United síðan 2016. Hann er hins vegar ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins.
Fílbeinstrendingurinn mun ganga í raðir Marseille á láni fyrst um sinn. Franska félagið þarf svo að kaupa hann á tíu milljónir punda, nái það sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.
Sem stendur er Bailly að gangast undir læknisskoðun hjá Marseille. Hann verður svo staðfestur sem nýr leikmaður félagsins.
Bailly lék aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og tólf leiktíðina þar áður. Hann fær vantænlega mun stærra hlutverk hjá Marseille.
Miðvörðurinn á að baki 46 landsleiki fyrir hönd Fílabeinsstrandarinnar.