Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla um síðustu helgi.
Knattspyrnusambandið hefur nú þegar dæmt Tuchel í bann og sektað hann fyrir hegðun sína eftir lokaflautið í 2-2 jafntefli við Spurs.
Ekki nóg með það heldur hefur sambandið nú ákært Tuchel fyrir ummæli sem ahnn lét falla í garð dómarans Anthony Taylor eftir leikinn.
Tuchel gaf í skyn að Taylor ætti ekki að fá að dæma leiki hjá Chelsea en hann hefur áður verið ásakaður um að dæma gegn þeim bláklæddu.
Dómgæslan í jafnteflinu var heldur betur talin umdeild en ummæli Tuchel fóru yfir strikið og gæti hann átt yfir höfði sér enn lengra bann