Erik ten Hag, stjóri Manchester United, fékk svör frá sínum mönnum í gær er liðið mætti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Man Utd byrjaði tímabilið skelfilega og tapaði gegn Brighton heima og síðar Brentford, 4-0.
Eftir tap gegn því síðarnefnda voru leikmenn Man Utd kallaðir inn á aukaæfingu og látnir hlaupa 13,8 kílómetra sem var munurinn á milli liðanna er þau áttust við.
Það er töluverð refsing svo stuttu eftir erfiðan leik en Ten Hag tók sjálfur þátt í hlaupinu.
Ten Hag hljóp þessa rúmlegu 14 kílómetra með sínum mönnum en hann gerði því mikið til að fá rétt svar í leiknum gegn Liverpool.
Hollendingurinn er augljóslega ekkert lamb að leika sér við og gæti sjálfur hafa verið að taka út refsingu fyrir einhver mistök sem hann taldi sig gera í leiknum.