Söngkonan Shakira er ósátt við fyrrum eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Pique, eftir að myndir sáust af honum opinberlega með nýrri kærustu sinni, Clara Chia Marti.
Shakira og Pique greindu frá því fyrr í sumar að ástarsamband þeirra væri á enda. Höfðu þau verið saman síðan 2010.
Orðrómar voru uppi um það í sumar að Pique hafi haldið framhjá Shakiru með Clöru.
Shakira og hennar fjölskylda eru ósátt við það að myndir af Pique og Clöru saman hafi birst. Þau voru að kyssast á myndunum og því augljóst að þau eru meira en bara vinir.
Fjölskylda Shakiru vill meina að fyrrum hjónin hafi gert samning þess efnis að þau myndu ekki láta sjá sig opinberlega með nýjum maka í eitt ár eftir sambandsslitin.
Shakiru þykir óþægilegt að börn þeirra þurfi að sjá faðir sinn með annari konu svo fljótt.