Georginio Wijnaldum, leikmaður Roma, verður líklega frá í einhverja mánuði stuttu eftir að hafa gengið í raðir félagsins.
Wijnaldum kom til Roma frá Paris Saint-Germain á láni í sumar og varð strax mjög vinsæll hjá ítalska félaginu.
Wijnaldum er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en hann gerði lánssamning við Roma út tímabilið.
Wijnaldum er með brákað bein í sköflungnum og mun ekki spila með Roma í einhverja mánuði.
Hollendingurinn hafði aðeins spilað einn leik með liðinu til þessa en það var stutt innkoma í 10 mínútur gegn Salernitana.